27.8.2007 | 16:32
Brjálaðir geitungar
Lítið hefur farið fyrir blessuðum geitungunum þetta sumarið. Mér til mikillar óánægju hafa þeir þó eitthvað verið að stinga upp kollinum að undanförnu. Ég þurfti til dæmis heldur betur að taka til fótanna á nýju háhæluðu skónum mínum fyrir framan Fríkirkjuna um helgina á meðan ég beið eftir að nýbökuð brúðhjón kæmu út.
Mér blöskraði svo heldur betur þegar ég mætti skelfingu lostnum leikskólakennara dóttur minnar áðan þegar ég sótti hana. Fyrr um daginn hafði hópur stúlkna farið út í hraun að leika sér og endaði það heldur betur með ósköpum. Eitthvað hafa þær truflað geitungakvikindin þar sem heil hersing réðst að litla stúlknahópnum. Það fór ekki betur en svo að tína þurfti 12 brodda úr einni snótinni og var sú stutta send heim enda í algjöru sjokki greyið. Ég hefði tryllst í orðsins fyllstu merkingu ef slíkur her réðist að mér eða dóttur minni.
Í guðs bænum fariði varlega þar sem þessir hvimleiðu brjálæðingar eru á ferð.
Athugasemdir
Guð ég er sjálf svo skíthrædd við geitunga og þeir eru ekkert smá stórir og agressívir núna,þeir eru ekki nein lömb að leika sér við,vonandi verður í lagi með stúlkugreyjið,lífið mitt hefði endað þarna útí hrauninu ef þeir hefðu ráðist á mig,ég er ekkert smá fegin að hafa rekist á einhvern annan sem bloggar um geitunga heldur en mig hehe.
Valgerður Ólafsdóttir, 27.8.2007 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.