3.9.2007 | 14:17
Mögnuð Norah
Tónleikarnir í gær voru í einu orði sagt stórkostlegir. Norah Jones sýndi okkur þarna hve frábær listamaður hún er. Ekki nóg með að hún hafi ótrúlega rödd heldur spilaði hún einnig á a.m.k. fimm mismunandi hljóðfæri. The Handsome Band sem spilaði með henni kom skemmtilega á óvart, þarna voru greinilega þaulvanir tónlistarmenn á ferð. Þetta var svo afslappað hjá þeim og ótrúlega "pro" að mér fannst á tímabili að ég gæti alveg eins verið að hlusta á þetta af diski því ekki var að heyra eina feilnótu. Norah kom ótrúlega vel fyrir, heillandi og sjarmerandi persóna. Hún sagðist hafa smakkað pyslu á Bæjarins bestu og ætlaði að fá sér aðra í morgunmat eftir að hún væri búin að sofa út.
Tónleikarnir fá hæstu einkunn hjá mér, snilldin ein í alla staði. Eina sem ég get mögulega sett út á var að ég saknaði þess að heyra ekki lagið "Don't know why!" sem er lagið sem kom henni upprunalega á kortið.
Það er synd hvað fáir gátu séð þessa frábæru söngkonu í þetta sinn en ef hún kemur aftur til Íslands þá verð ég fyrst til að tryggja mér miða.
Norah Jones í Laugardalshöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.