Úrslitakeppni TAKK

Að undanförnu hefur mikið verið í umræðunni hvort úrslitakeppni í handboltanum eigi rétt á sér eða ekki.  Ég gjörsamlega skil ekki rök þeirra sem eru fylgjandi núverandi fyrirkomulagi.  Talað er um að úrslitakeppnin hafi verið að eyðileggja íþróttina á sínum tíma með alltof fáum áhorfendum.  Ég spyr, hafa þessir menn komið á leiki í vetur???  Ekki hefur þar verið margt um manninn.  Ég er 100% fylgjandi úrslitakeppni og er ég nú ekki nýliði í íþróttinni, hef spilað handbolta í 25 ár og þar af í meistaraflokki í u.þ.b. 18 ár.  Hvað mætingu á leiki míns liðs varðar þá þori ég að fullyrða að þeir fáu sem mæta alltaf á leiki í dag, mættu flestir líka á leiki í deildinni þegar úrslitakeppnin var við líði.  Málið var hins vegar það að þegar að sjálfri úrslitakeppninni kom þá margfaldaðist fjöldinn.  Ef við sleppum svo aðeins að hugsa eingöngu um áhorfendafjölda og veltum fyrir okkur skemmtanagildinu þá er ekki hægt að líkja þessu tvennu saman.  Haukastrákarnir kláruðu titilinn á dögunum, frábært hjá þeim, en eitthvað fór nú lítið fyrir umfjölluninni og það eru nota bene 4 „tilgangslausir“ leikir eftir.  Spennan er aðeins meiri í kvennaboltanum þetta árið en samt sem áður hafa öll liðin nema kannski efstu þrjú nánast ekki haft að neinu að keppa næstum hálft tímabilið.  Í gamla daga var þó hægt að berjast um að komast í átta liða úrslit og jafnvel valda usla þar þrátt fyrir að hafa ekki getað mikið allan veturinn.  Það muna margir eftir viðureignum Hauka og Stjörnunnar í kvennaflokki þar sem a.m.k. tvisvar þurfti að grípa til oddaleikja í úrslitakeppninni.  Þetta var ólýsanleg upplifun bæði fyrir okkur leikmennina og einnig fyrir áhorfendur, ég þori að fullyrða það.  Þarna mætti fólk og gargaði úr sér lungun, felldi tár og stóð að baki sínu liði.  Þarna var gaman að spila handbolta.  Þarna fylgdust fjölmiðlar vel með úrslitakeppninni.  Margir leikir voru sýndir beint (meira að segja á virkum kvöldum) og íþróttablöðin voru stútfull af myndum og fréttum af viðureignunum.  Ég heyri á fólki í kringum mig að það hreinlega nennir ekki lengur að fylgjast með handboltanum.  Af hverju var t.d. ekki leikur Hauka og Fram á föstudaginn sýndur í beinni og gert meira úr honum???  Af hverju er lykilleikur Fram og Vals í kvennaflokki á fimmtudaginn ekki sýndur í beinni???  Mín skoðun er sú að þetta fyrirkomulag er að drepa íþróttina.  Í dag eru það aðeins bikarúrslitaleikirnir sem eitthvað varið er í. 

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að tjá mig um þetta er sú að ég horfði á úrslitakeppnina í körfuboltanum í gær.  Ég missti mig yfir Snæfell-Grindavík og fór að hugsa til baka.  Ohh... hvað þetta var nú alltaf gaman þegar þessar úrslitarimmur stóðu sem hæst.  Núna er ég meira spennt fyrir því að horfa á úrslitakeppnina í körfubolta í sjónvarpinu heldur en að mæta á þessa síðustu leiki í deildinni, það segir nú meira en mörg orð. 

Mín skoðun:  Úrslitakeppnina aftur TAKK!!!

Ég hvet leikmenn eindregið til að tjá sig um þetta mál því hingað til hefur ekki heyrst mikið í okkur heldur aðeins í forráðamönnum HSÍ, forráðamönnum félagana, þjálfurum og ekki síst blaðamönnum.

 

Lengi lifi handboltinn

Harpa Melsteð


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Harpa þetta er eins og talað útúr mínu hjarta. Úslitakeppnin var æði, þvílíkt gaman að keppast um að vera sem efst og jafnvel ef að maður var neðarlega, að fá að taka á þessum efstu og jafnvel vinna þar óvænta leiki. Ég mun örugglega aldrei gleyma þegar við í FH komumst í úrslitaleikina á móti Stjörnunni, þvílíkt og annað eins. Það hafði enginn átt von á því að þetta unga FH lið myndi ná svona langt. Miklu meiri spenna og allt getur gerst í þessarri úrslitakeppni.

 Ég segi líka, INN MEÐ ÚRSLITAKEPPNINA....

Þetta fyrirkomulag er bara einganveginn að henta kvennadeildinni, þetta er eiginlega bara að gera hana leiðinlegri.

kv. Hafdís Hinriks.

Hafdís Hinriks (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 18:55

2 identicon

HEYR HEYR!!

En nú þurfa leikmenn líka að fara að ræða við sín félög...Ég man ekki alveg hvaða félög voru á móti þessari fáránlegu ákvörðun HSÍ að breyta fyrirkomulaginu en ég veit að Haukar voru á móti og vildu úrslitakeppni, ef ekki FH líka...

Þeir segja að líka í sínum rökum að núna myndi hver leikur skipta meira máli?! Ég sé ekki það alveg gerast þar sem að Haukastrákarnir eru t.d. búnir að hampa titlinum og það mánuði á undan ef um úrslitakeppni væri um að ræða...Plús það að hversu mikil stemming á eftir að vera á þessum 4 leikjum sem eftir eru!!

-Áslaug Þorgeirsdóttir

Áslaug (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:35

3 identicon

Vona að þið hafið fengið blaðið sem við valsstelpur bjuggum til í kvöld.  Var líka umfjöllun um þetta í fréttum í kvöld.  Kíktu á það.

 Nú látum við í okkur heyra... koma svo og svo!

Hafrún (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:02

4 identicon

Hey heyr ...

jú við fengum blaðið og skrifuðum ALLAR undir að sjálfsögðu...  Það er bara ekki hægt að líkja þessu saman hvernig það var að spila úrslitakeppni eða hvernig þetta er núna. Við sem höfum upplifað hvernig þetta var hljótum að vera dómbær á þetta.. Nú verðum við bara að standa saman og láta í okkur heyra ef við ætlum ekki endanlega að drepa handboltann niður.

Inga Fríða (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:28

5 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála!

Benna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:00

6 identicon

Var einhver handbolti í vetur ????????

Úrslitakeppnina í gang aftur takk .... 

KR ingur (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:52

7 identicon

Sammála, sammála... úrslitakeppnina aftur takk fyrir!

Erna Þráins (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 12:33

8 identicon

Ég er svo innilega sammála þér Harpa mín......handboltinn deyr út ef þetta heldur áfram svona.

Helga T (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 12:52

9 identicon

Já heyr heyr, inn með úrslitakeppnina, það er orðið slæm þegar maður fylgist spenntur með úrslitakeppninni í körfunni.

EBH

Elfa Björk (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:02

10 identicon

ég er svooooo sammála þér..... eftir að ég hætti í handboltanum veit ég nákvæmlega EKKERT hvað er að gerast.... það var sérstök stemmning yfir vormánuðunum þegar úrslitakeppnin var í gangi....

Eva Albr (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband